Framleiðsla á skilti nær allt frá hönnun yfir í uppsetningu.
Öll framleiðsla á skiltum fyrir merkingakerfið er skilgreind á þann veg að hægt er að láta framleiða þau hjá mismunandi fyrirtækjum. Við hvetjum skiltaeigendur til að finna sér framleiðanda sem næst sér þar sem það er mögulegt.
Hvert skilti er framleitt úr nokkrum mismunandi þáttum, sem eru útskýrðir nánar hér á vefnum. Mismunandi er fyrir hvert skilti hvað þarf að framleiða og í hve miklu magni — en yfirlit um framleiðslumagn má finna hér í handbókinni.
Í þessum kafla verður farið í hverja einingu fyrir sig, hvernig við mælum með framleiðslu á henni ásamt upplýsingum um hvar mætti framleiða.
Athugið að reiknivélin er einungis til viðmiðunar og ávallt þarf að fá tilboð frá framleiðsluaðilum til að fá skýrari mynd af kostnaði allra framleiðsluliða. Öll verð eru án vsk.
Kostnaðarliður | Fjöldi | Ein.verð | Kostnaður |
---|---|---|---|
1. Skiltaval – Almenn skilti (1 stk.) | |||
Skór 10x10cm | 2 | 11.000 kr. | 22.000 kr. |
Grunnstoðir 156 cm | 2 | 8.000 kr. | 16.000 kr. |
Plata 100x60 cm | 1 | 35.000 kr. | 35.000 kr. |
Hattur 60x12 | 1 | 4.500 kr. | 4.500 kr. |
77.500 kr. | |||
Áætlaður kostnaður samtals | 77.500 kr. |