Þegar stígur er hannaður þarf að greina vatnafar svæðisins og meta út frá því hvar setja á ræsi og skurði. Best er að athuga svæðið í mikilli úrkomu þegar auðvelt er að sjá hvernig vatnið hegðar sér í landinu. Einnig er hægt að lesa úr rofskemmdum á svæðinu hvar vatn hefur runnið. Mikilvægt er að setja ræsi á réttum stöðum þannig að þau grípi vatnið sem fyrst. Stærð ræsanna helgast af hámarksrennsli vatns á þeim stöðum þar þau eru sett niður.
Lausnum við að fanga vatn og beina því frá stígum má koma fyrir bæði á stígunum sjálfum og í landinu utan þeirra.
| Vandamál | Lausn | |
|---|---|---|
| Stígur þverar votlendi | Opið ræsi | |
| Pollar á stíg | Op á stíg | |
| Vatn streymir á stíg | Vatnsleiðari (skáræsi) | |
| Vatn streymir á stíg | Steinvað | |
| Vatn rennur inn á stíginn frá aðliggjandi landi | Ræsisskurðir og opið ræsi | 

